Kvennaverkfall 24. október 2023
Rætt var um boðað kvennaverkfall sem fara mun fram þriðjudaginn 24. október á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps þann 19. október s.l..
Með kvennaverkfallinu eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu þann dag. Mikill meirihluti starfsmanna sveitarfélaga í heild sinni, og Hrunamannahrepps þar af leiðandi einnig, eru konur. Á fundinum var bókað að sveitarstjórn metur vinnuframlag kvenna mikils og styður við réttindabaráttu þeirra sem og allra þeirra sem ekki njóta jafnréttis í dag. Ennfremur kom fram að kjósi konur sem starfa hjá sveitarfélaginu að leggja niður störf þennan dag mun það óhjákvæmilega leiða til þess að ekki verður hægt að halda einhverjum stofnunum opnum svo sem leik- og grunnskóla.
Sveitarstjórn samþykkti einnig að laun þeirra kvenna og kynsegin fólks sem leggja niður störf 24. október, til að taka þátt í auglýstum samstöðufundi, verði ekki skert. Það er í höndum stjórnenda á hverjum stað að gera ráðstafanir ef þess verður þörf og upplýsa foreldra og aðra íbúa um stöðuna. Þegar er ljóst að leik- og grunnskóli munu loka þennan dag sem og bókasafnið en vonandi getur önnur starfsemi sveitarfélagsins verði að mestu með óbreyttu sniði.
Sveitarstjóri