Fara í efni

Staða yfirmanns fasteigna, þjónustumiðstöðvar og úrgangsmála er laus til umsóknar

Starfslýsing

Yfirmaður eignasjóðs, þjónustumiðstöðvar og úrgangsmála

Tilgangur og markmið starfsins: Að þjónusta stofnanir sveitarfélagsins og hafa umsjón með eignum sveitarfélagsins, eignasjóði, gatnakerfi, götulýsingu og gámasvæði. Einnig að hafa yfirumsjón með sorphirðu og fyrirkomulagi sorp- og úrgangsmála í sveitarfélaginu sem og vinnuskóla sveitarfélagsins sé hann starfandi.

Starfssvið og ábyrgð:

  • Er yfirmaður þjónustumiðstöðvar Hrunamannahrepps sem þjónustar stofnanir og íbúa sveitarfélagsins á fjölbreyttan hátt.
  • Hefur yfírumsjón með starfsemi móttökustöðvar og framkvæmd úrgangsmála í sveitarfélaginu.
  • Hefur eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins í samráði við forstöðumenn stofnana og umsjónarmann fasteigna.Vinnur áætlanir fyrir viðhald og fjárfestingar þeirra stofnana sem undir hann heyra í samvinnu við forstöðumenn.
  • Sér um í samvinnu við sveitarstjóra að gera drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrám.
  • Hefur umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum er snúa að eignum eignasjóðs á vegum sveitarfélagsins.
  • Hefur yfírumsjón með innkaupum á ýmsum rekstrarvörum sveitarfélagsins og sér um að úttekt færíst á viðkomandi deildir sveitarfélagsins.
  • Ber ábyrgð á stjórnsýslulegri úrvinnslu og gagnaskilum innan verksviðs hans, sem samþykktir, reglugerðir og lög kveða á um.
  • Sér um og ber ábyrgð á öllum tæknibúnaði sem tilheyrir þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
  • Hefur umsjón með lóðum og lendum sveitarfélagsins.
  • Ber ábyrgð á öryggismálum sveitarfélagsins ásamt sveitarstjóra.
  • Starfar samkvæmt samþykktum og fyrirmælum sveitarstjómar og undirbýr fundi veitu- og framkvæmdanefndar í samvinnu við veitu- og sveitarstjóra.
  • Hann ber ábyrgð á að fara eftir viðeigandi reglum um öryggi á vinnustað í þeim verkum sem hann er settur til að vinna og sér um að verkin séu frágengin á viðeigandi hátt.

Helstu verkefni eru:

  • Daglegur rekstur þjónustumiðstöðvar, skipulagning verkefna og verkstjórn.
  • Umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum eignasjóðs, nýframkvæmdum sem og viðhaldi á þeim sviðum sem undir harm heyra í samvinnu við sveitarstjóra.
  • Umsjón og eftirlit með sorphirðu og rekstri móttökustöðvar og grendarsvæða.
  • Skipulagning vinnuskóla sé hann til staðar. 
  • Skipulagning og umsjón með snjómokstri.
  • Hann sinnir viðhaldsverkefnum eigna sveitarfélagsins og/eða fær tækni-eða iðnaðarmenn til aðstoðar í samráði við sveitarstjóra.
  • Hann sinnir bakvöktum vegna veitna í samvinnu við veitustjóra sem stýrir fyrirkomulagi bakvakta.
  • Situr fundi veitu- og framkvæmdanefndar sem starfsmaður nefndarinnar og vinnur að undirbúningi fundanna í samvinnu við veitu- og sveitarstjóra. Situr einnig fundi umhverfisnefndar varðandi þau mál sem undir nefndina heyra og tilheyra starfssviði starfsmannsins.

Menntunar. revnslu og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stjórnunarreynsla er kostur sem og hæfni til að leiðbeina öðrum.
  • Góð þekking á verklegum framkvæmdum.
  • Góð þekking á tölvum og tölvukerfum.
  • Rík þjónustulund.
  • Nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Virða þagnarheit.

Umsóknir ásamt ferilsskrá skulu berast í síðasta lagi 6. október 2023 á netfangið hruni@fludir.is.

Nánari upplýsingar um starfið má finna í textanum hér fyrir ofan sem og hjá sveitarstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur í síma 480-6600 og í gegnum tölvupóst:  hruni@fludir.is