Fara í efni

Pésinn kemur út í lok janúar

Pésinn hefur verið ómissandi lesefni  Hrunamanna í 33 ár !
Pésinn hefur verið ómissandi lesefni Hrunamanna í 33 ár !

Pésinn, fréttabréf Hrunamannahrepps, verður nú gefinn út 34. árið í röð.  Hefur blaðið komið út nokkurn veginn einu sinni í mánuði í allan þennan tíma.  Verður slíkt að teljast afskaplega mikil þrautsegja og eiga þau hrós skilið sem haldið hafa ritinu úti í allan þennan tíma. 

En nú eru blikur á lofti þar sem að Pósturinn hefur hætt að dreifa fjölpósti eins og Pésanum í öll hús.  Því þarf sveitarstjórn nú að ákveða með hvaða hætti hinu ómissandi fréttabréfi verður best komið til íbúa á næstu misserum.  Verður ákvörðun um það tekin á fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar.  Allar góðar ábendingar eru vel þegnar hvað það varðar. 

En  Pésinn mun koma út í janúar og verða dreift til íbúa með eins góðum hætti og okkur er kostur. 

Á meðan þá viljum við minna á að eldri Pésa má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins með því að smella hér.

En þeir sem vilja koma skilaboðum til íbúa, eða luma á skemmtilegum fréttum í næsta Pésa mega endilega sendu okkur allt slíkt fyrir 11. janúar nk.


Sveitarstjóri