Fara í efni

Takið endilega þátt í íbúakönnun landshlutanna

Flúðir séð úr flugvél 17. júní 2023.
Flúðir séð úr flugvél 17. júní 2023.

Byggðastofnun, landshlutasamtökin og atvinnuþróunarfélög landsins hafa sett af stað íbúakönnun landshlutanna. Sem fyrr er tilgangur hennar að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum. Kannanir sem þessar eru mjög mikilvægar þar sem niðurstöðurnar geta gefið okkur vísbendingar um stöðu landshlutana og nýst í stefnumótunarvinnu innan sveitarfélaga og landshlutasamtaka ásamt því að hjálpa sveitarstjórnarfólki að móta áherslu í starfi sínu. Við hvetjum alla íbúa sem náð hafa 18 ára aldri til að taka þátt í könnuninni en hana er hægt að nálgast á íslensku, ensku og pólsku.

Linkurinn á frétt hjá SASS er hérna fyrir neðan.

https://www.sass.is/ibuakonnun-landshlutanna-taktu-thatt/