Fara í efni

Tónsköpunarverðlaun barna og unglinga 2024

Í ár stendur börnum og ungmennum í 5. - 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á vegum tónlistarhússins Hörpu.

Upptakturinn árviss viðburður á vegum Hörpu sem verður nú haldinn í tólfta sinn. Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu höfum við eignast nýtt tónverk sem við getum flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku.

Tónverkið verður svo flutt á tónleikum Upptaktsins í Hörpu á Barnamenningarhátíð 24. apríl 2024 í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk.

Umsóknarfrestur er 21. febrúar.

Nánari upplýsingar má finna hér.