Fara í efni

Uppskeruhátíðin í Hrunamannahreppi

Hin árlega Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi verður haldin þann 2. september. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og hvetjum við alla til að
kynna sér hana HÉR. 

Í Félagsheimili Hrunamanna er markaðstorg þar sem matvæli úr sveitinni, góðgæti beint frá býli, kræsingar í krukkum, handverk og fleira verður til sölu.
Grænmeti verður til sölu víða á Flúðum þennan dag og minnum við á Litlu Bændabúðina á Melum, Garðyrkjustöð Sigrúnar, Sæsabar og Flúðasveppi en á öllum þessum stöðum er brakandi ferskt grænmeti í boði. Rabbi og Dóra selja rósir og bjóða upp á kræsingar.  

Í félagsheimilinu er kvenfélagið einnig með kaffisölu og leikir fyrir börnin verða í Lækjargarðinum.  Þrenn hjón bjóða síðan gestum í heimsókn í garða sína og boðið er uppá sögugöngu um Flúðir.  Söfnin í Hrunamannahreppi hafa opið og veitingastaðir bjóða gesti velkomna. 

Endilega fylgist vel með því stöðugt bætast inn nýjir viðburðir.

Komið og njótið dagsins í Hrunamannahreppi !