Fara í efni

Tökum til og höfum snyrtilegt í kringum okkur !

Nýjar verklagsreglur hafa verið kynntar af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi álímingar á númerslaus bílflök og aðra lausamuni á einkalóðum. 

Reglurnar í heild sinni má nálgast hér:  https://hsl.is/wp-content/uploads/2023/04/verklagsregla-alimingar_lodir_LOKA.pdf

Rétt er að geta þess að ábyrgð eigenda eða umráðamanns húss eða mannvirkis er afar rík þegar kemur að umgengni um hið nánasta umhverfi. 

Í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti segir í 18. gr, 1. mgr.: ,,Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði“. Í 20. gr. 1. mgr. segir: ,,Bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma hluti, búnað eða tæki á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti“ og í 21. gr. segir ,,Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum".

Sveitarstjórn vill um leið og þessar nýju reglur eru kynntar hvetja alla til að taka til í sínu nánasta umhverfi. Ónýtum bílum má skila á gámastöðina og fá skilagjalið greitt. Öðru sorpi, ónýtum húsgögnum og slíku á heldur ekki að safna á einkalóðir heldur koma þessu öllu í rétta endurvinnslufarvegi á Gámastöðinni, Flatholti. 

Það líður öllum betur í snyrtilegu og fallegu umhverfi, bæði eigendum lóða, nágrönnum og öðrum vegfarendur.  

Sveitarstjóri.