Félagsmiðstöðin Zero
Félagsmiðstöðin Zero er opin fyrir unglinga í Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Starfstími félagsmiðstöðvarinnar Zero fylgir skóladagatali Flúðaskóla.
Hefðbundinn opnunartími er á þriðjudögum kl. 15:00 - 18:00 og á fimmtudögum kl. 15:00 - 21:30 auk annarra viðburða.
Á daginn nýta margir unglingar sér félagsmiðstöðina til að hitta jafnaldra á hlutlausum stað, til að sinna heimavinnu og sem samastað milli æfingatíma í íþróttum og tónlistarkennslu. Á dagopnunum er því afslappað andrúmsloft og mikið frjálsræði, en það veitir ekki af smá hvíld eftir langan skóladag.
Á kvöldopnunum er yfirleitt mun meira um að vera. Þá mæta fleiri unglingar og félagsmiðstöðin er með skipulagða dagskrá. Reynt er að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta, td. fara fram keppnir í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum, íþróttir, listir, fræðsla, stærri viðburðir og/eða ferðir.
Forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Zero er Þórarinn Guðni Helgason S. 772-9263