Sumarnámskeið
Sumarfjör á Flúðum 2024
Leikja- og ævintýranámskeið á Flúðum
Leikja og ævintýranámskeiðið er frá kl. 9:00-15:00 og er fyrir börn sem kláruðu nú í vor 1.-4. bekk og þau börn sem eru í skólahópi á Leikskólanum Undralandi.
Fjölbreytt dagskrá með leikjum, útivist, frisbí, hjólafærni og boltaleikjum ásamt sundlaugarferðum og heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir.
Leiðbeinendur: Birta Marinósdóttir, Orri Ellertsson, Páll Unnsteinsson og Anna María Magnúsdóttir en þau hafa öll reynslu af því að vinna með börnum í skólunum okkar og hjá íþróttafélögum.
Námskeiðin verða þrjú og á eftirfarandi dögum:
- 10.-14. júní
- 18.-21. júní
- 24.-28. júní
Hægt verður að kaupa eina viku í einu, verð pr. viku er kr. 10.000,-. Greiðsla og skráning fer fram í Sportabler, undir Hrunamannahreppur: https://www.abler.io/shop/heilsueflandiuppsveitir
Golfnámskeið golfvellinum á Efra Seli
Hægt að velja milli námskeiða á laugardögum og einnig er eitt vikunámskeið: 18.-21. júní.
Allir á nærsvæði Selsvallar (Flúðir, Reykholt og nærsveitir) eru velkomnir. Ungmennin þurfa helst að hafa a.m.k. eina golfkylfu meðferðis. Sé það ekki mögulegt verður því þó bjargað. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, bara mæta með góða skapið.
Nokkrir laugardagar í sumar: Kennsla og æfingar fyrir 6-16 ára unglinga verða sem hér segir og er án endurgjalds (einnig eru eldri byrjendur velkomnir). Kennt verður á eftirtöldum laugardögum í sumar:
Maí: Laugardaginn 25. maí
Júní: Laugardagana 1. og 8. og 15. júní
Júlí: Laugardaginn 13. júlí
Kl. 9:00 -11:00 fyrir börn á aldrinum 6-10 ára
Kl. 11:00 – 13:00 fyrir unglinga á aldrinum 11-16 ára.
Eldri byrjendur geta einnig komið frá kl. 11:00 – 13:00.
Kennari: Ástráður Sigurðsson PGA golfkennari.
Vikuna 18.-21. júní verður GF með námskeið í boði fyrir unglinga á aldrinum 7-14 ára kl. 9:00 -12:00 hvern dag. Ástráður Sigurðsson PGA golfkennari mun leiðbeina og kenna þriðjudaginn 18. júní, en félagar í GF dagana þar á milli. Verður lögð áhersla á golfsveiflu, golfspil, golfsiði og reglur. Þátttakendur geta borðað nesti og fengið drykk með í golfskála í lok hvers námskeiðs kl. 12. Þeim er heimilt að leika á þriggja holu velli á eftir ef þeir hafa áhuga, en ekki verður gæsla í boði eftir hádegi. Í lok námskeiðs föstudaginn 21. júní kl. 12:00 verður boðið upp á pizzu og gos. Verð: kr. 10.000,- Skráning verður á Sportabler síðu Heilsueflandi Uppsveita, undir Hrunamannahreppur: https://www.abler.io/shop/heilsueflandiuppsveitir
Körfuboltabúðir Hrunamanna
Körfuboltabúðir Hrunamanna verða haldnar á Flúðum dagana 11. – 14. júlí 2024. Eru körfuboltabúðirnar, sem eru aldursskiptar, ætlaðar börnum sem eru
fædd 2006-2018.
Þjálfarar úr fremstu línu líkt og síðustu ár, skotkeppnin á sínum stað og fleira skemmtilegt sem auglýst verður síðar.
Það hefur alltaf orðið uppselt í búðirnar vikum fyrir upphaf og því mælum við með að tryggja sér pláss fyrr en síðar.
Vinsamlegast kynnið ykkur tímasetningar einstakra árganga á Sportabler og munið að skrá ykkur tímanlega því undanfarin ár hafa færri komist að en vildu. Hlekkur á Sportabler: https://shorturl.at/vfN0d
Veggjalist – útimálun
Á námskeiðinu sem er hugsað fyrir börn í 5. bekk og eldri gerum við myndverk utandyra á veggi, gamlar byggingar eða annað slíkt. Við málum með penslum og spreyjum með úðabrúsa og lögð er áhersla á frjálsa vinnu og skapandi myndlist. Verkefni verða valin og framkvæmd í samstarfi við sveitarfélag, eigendur og með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.
Leiðbeinandi er Ari Svavarsson, hönnuður og myndlistamaður. Hann hefur um 40 ára reynslu af grafískri hönnun og vöruhönnun, myndlist og skapandi smíðum.
Námskeiðið verður mánudaginn 10.júní – miðvikudagsins 12. júní, kl. 13:00 – 16:00
Skráning verður á Sportabler síðu Heilsueflandi Uppsveita, undir Hrunamannahreppur: https://www.abler.io/shop/heilsueflandiuppsveitir
Guggusund í Reykholti
Vornámskeið í sundi verður í Reykholti dagana 10. - 21.júní 2024
Yngri hópur börn fædd 2020 og 2021 (verða í fyrri hópnum kl. 16:00-16:45)
Eldri hópur börn fædd 2018 og 2019 (verða í seinni hópnum kl. 16:45-17:30)
Hópaskiptingin er með fyrirvara um fjölda og aldur barnanna (börn í fyrsta bekk líka velkomin!)
Kennt verður í sundlauginni í Reykholti Biskupstungum.
Kennt er í 45 mínútur í senn og kemur eitt foreldri með barninu ofan í laugina.
Námskeiðsgjaldið er kr. 23.500kr
Ef systkini kemur líka þá fær annað barnið 20%afslátt og greiðir 18.800kr.
Skráning á Sportabler: https://shorturl.at/tWlWO
Kennt verður þessa daga:
1.tími Mánudagur 10. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
2.tími Þriðjudagur 11. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
3.tími Miðvikudagur 12. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
4.tími Fimmtudagur 13. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
5.tími Þriðjudagur 18. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
6.tími Miðvikudagur 19. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
7.tími Fimmtudagur 20. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
8.tími Föstudagur 21. júní kl. 16:00 yngri og kl 16:45 eldri
Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H. Bjarnadottir, iþróttakennari og sundþjálfari.
Frekari upplýsingar hjá Guðbjörgu í sima 848-1626 eða guggahb@simnet.is.
Eða hjá Gústaf Sæland s-778-0866
Hestamannafélagið Jökull
Í Hrísholti verður líf og fjör í júní að vanda. Stefnt er að tveimur námskeiðum
Mánudaginn 17. júní – föstudagsins 21. júní
Sunnudaginn 23. júní – fimmtudagsins 27. júní.
Hægt verður að kaupa báðar vikurnar eða aðra. Ingunn Ingólfsdóttir ætlar að kenna aftur þetta sumarið og bíður spennt eftir að hitta alla. Skráning: https://www.abler.io/shop/hfjokull
Afrekshópur barna og unglinga hjá Hestamannafélaginu Jökli
Þeir sem hafa áhuga á að vera með í afrekshópi hmf Jökuls geta skráð sig á Sportabler https://www.abler.io/.../1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkwMTA=?
Snillingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Finnur Jóhannesson halda utan um starfið í vor.
Ýmislegt verður brallað en byrjað verður að bjóða uppá æfingar á miðvikudögum frá 15.maí og næstu miðvikudaga út allan júní.
Verð fyrir námskeiðið er kr. 19.000 og er félagið að greiða hressilega niður kostnað á námskeiðinu.
Nánari upplýsingar koma síðar á fésbókar- og heimasíðu Hestamannafélagsins Jökuls.
Tálgun og tónlistarsköpun í skógi
Skemmtilegt sumarnámskeið fyrir krakka þar sem þau fá að njóta þess að vera í skógi, skapa tónlist og tálga.
Dagsetning 18.-21. júní 2024 + uppskeruhátíð 22. júní
Tímasetning: kl. 9:00 - 15:30
Fyrir krakka sem klára núna í vor 2.-7. bekk
Verð: kr. 38.000 - innifalið í verði er sérmerktur tálguhnífur í slíðri.
Frekari upplýsingar: Björk í síma 661-4580/ bjorkgunnb@gmail.com Markús í síma 696-3553.
Björk mun leiðbeina krökkunum hvernig fara skal með tálguhníf, nýta efnivið skógarins og fræða þau um ýmislegt sem viðkemur skóginum. Farið verður í ratleik, eldað við opinn eld og notið þess að vera í skóginum.
Markús mun leiða trommuhringi með allskyns trommum og slagverki. Krakkarnir munu tálga sína eigin trommukjuða og búa til slagverkshljóðfæri úr nálægum efniviði. Farið verður í allskyns takt og tónlistarleiki.
Galtalækur í Biskupstungum er staðsettur í stuttri fjarlægð frá og mitt á milli Reykholts og Flúða (milli Tungufljóts og Hvítár). Þar hefur verið stunduð nytjaskógrækt síðan árið 1988. Í skóginum er að finna ýmsar tegundir lauf- og barrtrjáa, berja, jurta og blóma. Þar búa einnig býflugur sem búa til dásamlegt skógarhunang.
Við lok námskeiðs laugardaginn 22. júní verður uppskeruhátíð þátttakenda, sýning og tónleikar fyrir vini og vandamenn. Að því loknu verður dagskrá á Galtalæk opin almenningi (auglýst síðar).
Um námskeiðshaldara: Björk Gunnbjörnsdóttir er hönnuður og kennari. Björk starfar sem kennari í hönnun og smíðum við Selásskóla ásamt því að kenna tálgun í Listaháskóla Íslands, stunda skógrækt og býflugnarækt.
Markús Bjarnason er tónlistarmaður og tónmenntakennari í Ingunnarskóla. Markús hefur haldið sumarnámskeið í tónlist, verið með fjölbreytt tónlistarstarf á frístundaheimilum Kringlumýrar og kennt tónlistarsmiðjur í ýmsum skólum, m.a. í grunnskólanum á Djúpavogi, Hjallastefnugrunnskólanum í Garðabæ og Öskjuhlíð.
Knattspyrnuæfingar yngri barna í sumar
Vinsamlegast kynnið ykkur æfingatöflu á facebook síðunni ÍBU-yngri flokkar.
Litir í töflu eru æfingastaðir:
Grænn Flúðir Rauður Árnes Blár Reykholt Gulur/Appelsínugulur Laugarvatn Fjólublár Borg
Töfluna má finna á fésbókarsíðunni: ÍBU – yngri flokkar. Hlekkur: https://shorturl.at/3DjHI
Frjálsíþróttaæfingar í Reykholti: 3. – 19. júní
Nýjung hjá ÍBU, við ætlum að halda 3 vikna frjálsíþróttanámskeið á íþróttavellinum í Reykholti fyrir allan aldurshóp.
Æfingar verða á mánudögum-þriðjudögum-miðvikudögum frá klukkan 10:00-11:30
Þjálfararnir verða 3 saman, Lilja Björk Sæland, Adda Sóley Sæland og Baltasar Breki Matthíasson.
Skráning er hafinn á sportabler : https://shorturl.at/ayxkX
Fylgist vel með tilkynningum á íbúasíðu Hrunamannahrepps en frekari námskeið og viðburðir verða auglýstir þar.