Hitaveita
Hitaveita Flúða og nágrennis er sjálfstætt fyrirtæki sem Hrunamannahreppur á og starfrækir.
Verkefni hitaveitunnar er að virkja jarðhita og sjá um gerð og rekstur hitaveitu á veitusvæðinu eftir því sem hagkvæmt þykir, reka aðveitur og orkudreifikerfi á starfsvæði sínu og annast sölu á varmaorku til notenda.
Orkuveitusvæði hitaveitunnar er Flúðir og þeir bæir sem aðveituæð hitaveitunnar fer um í Hrunamannahreppi og nágrannasveitum eftir nánara samþykki sveitarstjórnar Hrunamannahrepps og viðkomandi sveitarstjórna og sem ráðherra samþykkir.
Hitaveitan hefur einkarétt til dreifingar og sölu varmaorku til notenda á orkuveitusvæði sínu.
Hitaveita Flúða
845 – Flúðir
Sími: 480 6600 / 892 2084
Hitaveitustjóri er Hannibal Kjartansson
Netfang: hannibal@fludir.is
Hér má sjá samþykktir Hitaveitu Flúða