Fara í efni

Háskólafélag Suðurlands


Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu 14 sveitarfélaga á Suðurlandi auk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS og nær starfssvæði þess því allt frá Selvogi í vestri austur í Lón.

Háskólafélagið er með starfsemi sína í Fjölheimum á Selfossi og er félagið helsti samstarfsaðili háskóla, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, almennings og ríkisins á sviði menntamála og nýsköpunar á Suðurlandi.

Háskólafélagið hefur frumkvæði að því að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að færa menntun, rannsóknir og nýsköpun nær Sunnlendingum, í samstarfi við samfélagið.
 
Hjá Háskólafélaginu er lesaðstaða sem hægt er að fá aðgang að og er hún opin alla sjö daga vikunnar frá kl. 7-24. Lesaðstaðan er með lesbásum, auk kaffistofu fyrir nemendur. Hjá félaginu er einnig starfrækt viðurkennd prófaþjónusta fyrir nemaendur í framhalds- og háskólum.  


Háskólafélag Suðurlands
Tryggvagata 13
800  Selfoss

Sími:  560-2040
Netfang:  hfsu@hfsu.is

Hér má nálgast upplýsingar um Háskólafélag Suðurlands