Fara í efni

Seyruverkefnið

Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Seyruverkefnið eru rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. (UTU).

UTU sér um að halda utan um seyruverkefnið, móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og rekstur verkefnisins.

Hægt er að sjá hvenær rotþró var síðast heimsótt með því að fara inn á http://www.map.is/sudurland/ skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur "Finna/Search". Síðan þarf að haka við fráveita, sem er undir Veitur (ýta á plúsinn fyrir aftan Veitur) í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett og ef ýtt er á punktinn þá koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðast hreinsuð.

Frekar upplýsingar varðandi rotþróarhreinsun er hægt að fá á heimasíðu verkefnisins seyra.is eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa verkefnisins með tölupósti á netfangið seyra@seyra.is eða í síma 480-5550

Á heimasíðu seyruverkefnisins má finna allar upplýsingar um verkefnið