Barnavernd
Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling innan 18 ára aldurs.
HÉR ER HÆGT AÐ SENDA TILKYNNINGU TIL BARNAVERNDAR
Einstaklingar geta einnig sent inn tilkynningar og/eða upplýsingar til barnaverndar á netfangið: barnavernd@arnesthing.is
Vegna bráðatilvika utan dagvinnutíma barnaverndar er hægt að hafa samband við neyðarnúmerið 112.
Síminn hjá velferðarþjónustu Árnesþings er 480-1180
Barnaverndartilkynning
Barnaverndarlög nr. 80/2002 leggja þær skyldur á almenning að gera barnaverndarnefnd viðvart ef þess verður vart að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess svo áfátt að því geti stafað hætta af. Sérstakar skyldur eru lagðar á lögreglu, og þá sem hafa afskipti af börnum, s.s. kennara, dagforeldra, presta, lækna, ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa um að tilkynna slík mál til barnaverndarnefndar.