Hrunalaug
Nokkrum kílómetrum utan við Flúðir er Hrunalaug, lítil náttúrulaug sem fyllt er af volgri uppsprettu.
Laugin á sér langa sögu og hefur nýst í aldanna ráðs bæði til þvotta og sem baðlaug fyrir fé og fólki.
Laugin blanda af fagurri náttúruperlu og fornu mannvirki, vatnið er notalegt og umhverfið er fallegt. Laugin er staðsett í fallegu gili og er umhverfið grasi gróið.
Laugarnar eru í raun tvær. Önnur er grjóthlaðin og stendur við gamalt lítið steinsteypt hús sem nú er nýtt sem búningsklefi af flestum sem heimsækja laugina. Húsið er með steyptum veggjum og gólfi og bárujárnsþaki með torfi. Inni í húsinu er að finna bekk, þar sem hægt er að leggja frá sér fötin.
Baðaðstæður eru því afar skemmtilegar, þó svo þær séu nokkuð frumstæðar.
Gjald er innheimt af gestum til að standa straum af viðhaldi og uppbyggingu á svæðinu.
https://hrunalaug.is/