Saga og fróðleikur
Jarðhitinn er mikill í Hrunamannahrepp, og var hann í skamms tíma aðeins í landi fimm jarða, svo vitað sé. Áður fyr van hann litið notaður, nema á tveimur bæjum, þar fór öll eldamennska fram á hverum og nágranabæir notuðu hverina til að þvo þvott. Brauð voru einnig bökuð í hveronu.
Árið 1927 var heitt vatn leitt inn í fyrsta bæinn til upphitunar og annara heimilisþarfa.
Árið 1929 var heimavistarbarnaskóli að Flúðum reistur. Í þeim skóla var ekkert eldstæði, en jarðhitinn, hverinn, notaður til alls, upphitunar, suðu og bakstur.
fyrsta nýbilið var reist á hverasvæðinu árið 1930 og síðan fjölgaði þeim jafnt og þétt.
Auk þess voru mörg heimili á Flúðum hituð með jarðhita að ógleymdum stórum skóla, félagsheimili og sundlaug.