Fjallaskálar
Á Hrunamannaafrétti er að finna fjóra gangnamannakofa/sæluhús sem hafðir eru til útleigu á sumrin.
Umsjónarmenn fjallaskála Hrunamannahrepps eru Magnús Helgi Loftsson og Anton Hrafn Greipsson
Tekið er við pöntunum á netfangið: fjallaskalar@gmail.com eða í síma 690-5969.
Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu Fjallaskála í Hrunamahreppi
Helgaskáli
Helgaskáli er á svokölluðum línuvegi á milli Tungufellsdals og Þjórsárdals. Skálinn stendur við Stóru-Laxá rétt við Geldingafell.
Í skálanum er rennandi vatn,salernisaðstaða innangengt úr skála, hesthús og hestagerði.
Tæki og áhöld til eldunar eru til staðar.
Kojur er í skálanum fyrir um 24 manns
Hnit: L 64 17 185 / B 19 53 608
Svínárnes
Skálinn í Svínárnesi stendur við Svíná innan við Búrfell á miðjum Hrunamannaafrétti.
Þar er rennandi vatn, hesthús og hestagerði. Gamli torfkofinn er nýlega uppgerður.
Tæki og áhöld til eldunnar eru til staðar.
4 tveggja manna kojur er í skálanum og svefnloft með dýnum, svefnpláss fyrir u.þ.b. 15 manns.
Hnit: L 64 28 221 / B 19 44 510
Leppistungur
Skálinn í Leppistungum var reistur 1987 og stendur við Kerlingará ofarlega á Hrunamannaafrétti.
Í skálanum er rennandi vatn, hesthús og hestagerði.
Tæki og áhöld til eldunar eru til staðar.
Kojur er í skálanum fyrir um 24 manns
Hnit: L 64 31 975 / B 19 29 013
Fosslækur
Nýtt sæluhús var tekið í notkun 2008.
Í skálanum er rennandi vatn og salernisaðstaða er inni í skálanum. Hestagerði og reiðtygjageymsla.
Tæki og áhöld til eldunar eru til staðar.
Kojur fyrir 20 manns eru í skálanum.
Hnit: