Gamla laugin Flúðum
Gamla laugin, náttúrulaug, er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Laugin er elsta sundlaug á Íslandi upphaflega byggð 1891 og þar lærðu margir að synda á árum áður. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd og hefur verið leitast við að halda sérstöðunni.
Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring, hverasvæðið og gufan gefa svæðinu dulúðugan blæ. Hægt er horfa á hverinn gjósa og á veturna dansa norðurljósin gjarnan yfir Gömlu lauginni. Vatnið er 38-40 °C heitt allt árið.
Flúðir tengjast Gullna hringnum með nýrri brú yfir Hvítá en einnig er hægt að aka beint frá Gullfossi yfir Brúarhlöð og njóta fjölbreyttrar náttúr á leiðinni.
Hér má finna allar nánari upplýsingar
Gamla laugin í Hverahólmanum / Secret Lagoon
Hvammi
845-Flúðir
Sími: 861 0237
Netfang: info@secretlagoon.is
Vefsíða: www.secretlagoon.is