Lóðir lausar til úthlutunar á Flúðum
Hrunamannahreppur auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar skv. þeim reglum sem gilda um lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu:
Röðulstangi er þriðja gatan sem fer í uppbyggingu í nýju hverfi sem staðsett er mitt á milli golfvallarins á Efra-Seli og miðbæjar Flúða. Þar eru nú eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar:
Parhús: Stærð lóðar m2 Heimilaðir m2 í byggingu Gatnagerðargjöld
Röðulstangi 1-3 1.095,5 438m2 ~6.700.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 4-6 1.109,4 444m2 ~6.800.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 8-10 1.105,2 442m2 ~6.750.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 12-14 1.060,1 424m2 ~6.500.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 29-31 961,3 385m2 ~5.900.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
4 íbúða raðhús: Stærð lóðar m2 Heimilaðir m2 í byggingu Gatnagerðargjöld
Röðulstangi 5-7-9-11 1.419,1 568m2 ~8.650.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 13-15-17-19 1.347,4 539m2 ~8.250.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Röðulstangi 21-23-25-27 1.410,6 564m2 ~8.600.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Einbýlishús: Stærð lóðar m2 Heimilaðir m2 í byggingu Gatnagerðargjöld
Röðulstangi 2 879,5 299m2 ~5.500.000,- LAUS
Röðulstangi 16 974,7 331m2 ~5.250.000,- LAUS
Röðulstangi 18 911,9 310m2 ~5.700.000,- LAUS
Röðulstangi 20 1.019,5 347m2 ~6.400.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Loðmundartangi er gata í sama hverfi - þar er nú laus til úthlutunar eftirfarandi lóð:
Einbýlishús: Stærð lóðar m2 Heimilaðir m2 í byggingu Gatnagerðargjöld
Loðmundartangi 22 707,6 241m2 ~4.400.000,- LAUS
Við Högnastíg á Flúðum er einnig laus til úthlutunar glæsileg útsýnislóð á besta stað
þar sem byggja má stórt tveggja hæða einbýlishús sem njóta mun einstaks útsýnis.
Einbýlishús: Stærð lóðar m2 Heimilaðir m2 í byggingu Gatnagerðargjöld
Högnastígur 16 801,5m2 320m2 á tveimur hæðum ~5.600.000,- Úthlutað 20. feb. 2025
Í gildi er tímabundinn 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi iðnaðarlóða við Iðjuslóð á Flúðum. Þar eru nú lausar til úthlutunar lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru á bilinu milli 1.596m2 og 2.933m2 að stærð, nýtingarhlutfall skal vera á bilinu 0,4-0,6.
Iðjuslóð er mjög vel staðsett við milli Bræðratunguvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar, í alfaraleið. Á svæðinu eru góðir möguleikar til fjölbreyttrar uppbyggingar atvinnuhúsnæðis enda staðsetning og sýnileiki eins og best verður á kosið. Á árinui mun hefjast bygging Björgunarmiðstöðvar við Iðjuslóð og jafnframt gerir sveitarfélagið ráð fyrir að frágangi við götuna verði lokið á sama tíma. Lóðirnar eru byggingahæfar nú þegar.
Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra. Hér má nálgast nánari skilmála deiliskipulags.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Hrunamannahrepps.
Lóðaúthlutun er fram á fundum sveitarstjórnar sem haldnir eru fyrsta og þriðjja fimmtudag í hverjum mánuði og skulu umsóknir hafa borist fyrir kl. 24:00 mánudaginn á undan. Umsóknum um lóðirnar með þeim fylgigjögnum sem krafist er skal skila til Ráðhúss Hrunamannahrepps á netfangið hruni@fludir.is.
Nánari upplýsingar má finna á www.fludir.is en einnig gefur sveitarstjóri upplýsingar í síma 480-6600 eða á netfanginu hruni@fludir.is
Sveitarstjóri.