Fara í efni

24 umsóknir bárust um Verslunar og þjónustulóðir á Flúðum

Annað af þeim tveimur húsum sem nú rísa við Birkihlíð á Flúðum
Annað af þeim tveimur húsum sem nú rísa við Birkihlíð á Flúðum

Við Birkihlíð á Flúðum rísa nú tvö glæsileg raðhús og flestum öðrum lóðum á svæðinu hefur verið úthlutað.  Ein lóð bíður þó breytingar á skipulagi og má vænta að hún verði auglýst fljótlega en þar má byggja fjölbýlishús á tveimur hæðum. 

En sveitarstjórn auglýsti nýverið lóðirnar að Reynihlíð 6 og 8 á Flúðum lausar til umsóknar.  Umsækjendur um lóðirnar voru 24 en lóðirnar eru skipulagðar sem verslunar- og þjónustulóðir með heimild fyrir íbúðum á efri hæð. 

Á fundi sveitarstjórnar þann 27. september 2023 var dregið á milli umsækjenda og skilaði útdrátturinn eftirfarandi niðurstöðu:
Um lóðina Reynihlíð 6 sóttu sex aðilar.  Fyrirtækið  Flott mál ehf var hlutskarpast í útdrættinum. Fyrir fundinum lágu síðan 18 umsóknir um lóðina Reynihlíð 8. Fyrirtækið Ampera ehf varð hlutskarpast í þeim útdrætti. 

Óskum við lóðarhöfum innilega til hamingju með þessar góðu lóðir.  Það verður spennandi að fylgjast með framkvæmdum þegar þær fara  í gang.

Sveitarstjóri