Fara í efni

50% afsláttur af gatnagerðargjöldum atvinnulóða við Iðjuslóð.

Fremst á myndinni má sjá Iðjuslóðina.  Nýja íbúðahverfið kennt við Kerlingargjöll er fjær og þar er uppbygging nú í fullum gangi.   Flugvöllurinn á Flúðum er síðan austan við Iðjuslóð.
Myndin er tekin sumarið 2023
Fremst á myndinni má sjá Iðjuslóðina. Nýja íbúðahverfið kennt við Kerlingargjöll er fjær og þar er uppbygging nú í fullum gangi. Flugvöllurinn á Flúðum er síðan austan við Iðjuslóð.
Myndin er tekin sumarið 2023

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur samþykkt að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum atvinnulóða við Iðjuslóð.
Munu gatnagerðargjöld við þessa ákvörðun verða á bilinu  ca. 3 - 6 m.kr. pr. lóð en gjaldið fer eftir heimiluðu byggingarmagni á hverri lóð fyrir sig. 
Gildir afslátturinn af öllum lóðum við götuna sem úthlutað er til 1. september 2025. 

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að farið hafi verið í gatnagerð við Iðjuslóð fyrir allmörgum árum en fyrirhugað er að ráðast í yfirborðsfrágang götunnar á næsta ári . Við Iðjuslóð hafa þegar risið tvö hús. Nýverið var þremur lóðum við götuna úthlutað vegna byggingar björgunarmiðstöðvar og einni annarri lóð var nýlega úthlutað. Enn er því óúthlutað sjö lóðum við Iðjuslóð. Eru lóðirnar allar á bilinu 1.586m2–2.400m2 að stærð en nýtingarhlutfall á lóðunum skal vera á bilinu 0,4-0,6. 

Með því að veita ríflegan afslátt af gatnagerðargjöldum er verið að veita húsbyggjendum og fyrirtækjaeigendum umtalsvert betri kjör á byggingarlóðum en áður hefur tíðkast í þeirri von að slíkur afsláttur glæði áhuga athafnafólks á Flúðum sem vænlegum kosti fyrir uppbyggingu fyrirtækja og atvinnulífs.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa í huga að úthlutun lóða fer að jafnaði fram á fyrra fundi sveitarstjórnar í hverjum mánuði. Skila skal umsóknum á eyðublaði sem finna má hér.  Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir lok mánudagsins á undan sveitarstjórnarfundi. 

Sveitarstjóri.