Fara í efni

Alþjóðlegi rafrusldagurinn 14. október

Alls konar rafrusl leynist á heimilum fólks.
Alls konar rafrusl leynist á heimilum fólks.

Alþjóðlegi rafrusldagurinn

Í dag, 14. október, er Alþjóðlegi rafrusldagurinn. Dagurinn er ætlaður til að vekja athygli á mikilvægi þess að meðhöndla raftækjaúrgang á ábyrgan hátt. Í ár er slagorð vitundarvakningarinnar „Leitum að rafrusli – finnum, endurvinnum og gefum verðmætum nýtt líf!“

Nýjustu tölur Sameinuðu þjóðanna, frá 2022, sýna að það ár urðu til á heimsvísu 62 milljón tonn af raf- og rafeindatækjaúrgangi (e. Waste from Electrical and Electronic Equipment – WEEE) og gert er ráð fyrir að 2030 verði magn rafrusls 82 milljónir tonna. Opninberar tölur sýna að magn raftækjaúrgangs eykst fimmfalt hraðar en endurvinnsluhlutfallið.

Lögð er áhersla á biluð, ónýt eða ónotuð raftæki sem fólk geymir á heimilum sínum. Margir gera sér ekki grein fyrir að þessir hlutir innihalda verðmæt efni sem gætu öðlast nýtt líf. Raftæki eru allir hlutir sem eru með kló, snúru eða rafhlöðu. Mörg lítil rafeindatæki er oft finna í skúffum heimila t.d. gamlir farsímar, snúrur, USB-lyklar, kortalesarar, leikjatölvur, smáheyrnartól og þess háttar.

Í Hrunamannahreppi er tekið á móti raf- og rafeindatækjum á móttökustöðinni Flatholti (gámasvæðinu). Við viljum hvetja fólk til að fara í gegnum skúffur og skápa á heimilum sínum og leiti að ónotuðum eða biluðum tækjum og skili þeim á móttökustöðina.

Einnig er velkomið að nýta raf- og rafeindatæki sem búið er að skila inn. Þannig geta allir lagt sitt af mörkum til að draga úr mengun, spara orku og vernda auðlindir jarðar.

Gunnþór K. Guðfinnsson
Yfirmaður eignasjóðs, þjónustumiðstöðvar
og úrgangsmála Hrunamannahrepps