Fara í efni

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Skipulagsauglýsing birt 13. febrúar 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Hrunamannahreppur

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032:

 

  1. Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E28; Aðalskipulagsbreyting – 2408034

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2025, aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar sem tekur til efnistökusvæðis við Kópsvatn. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarland í gildandi skipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni á svæðinu.

GREINARGERÐ

 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.fludir.is.

 

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í auglýsingu frá 13. febrúar 2025 með athugasemdarfresti til og með 28. mars 2025.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Hér er linkur á auglýsinguna á vefsíðu Umhverfis- og tæknisviðs: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-13-februar-2025/

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita