Fara í efni

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu miðsvæðis á Flúðum

Umrætt svæði er fyrir miðju á myndinni en gróðurhúsin til vinstri eru hluti af þeim mannvirkjum sem eru víkjandi á reitnum.
Umrætt svæði er fyrir miðju á myndinni en gróðurhúsin til vinstri eru hluti af þeim mannvirkjum sem eru víkjandi á reitnum.

Hrunamannahreppur auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun og þjónustu sem og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum, nánar tilgreint á lóðum við Reynihlíð og Víðihlíð.

Núverandi landnotkun svæðisins gerir ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Við Víðihlíð er gert ráð fyrir íbúðabyggð að stærstu leyti en einnig verslun og þjónustu. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Ríkir möguleikar eru á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi ber lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Lóðarhafi skal einnig bera kostnað við að fjarlægja þau mannvirki sem þegar eru á svæðinu.

Við mat á umsækjendum mun sveitarstjórn taka tillit til eftirfarandi þátta.

  • Hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu á svæðinu.
  • Forgangsröðun framkvæmda og framkvæmdatími.
  • Þekking og reynsla umsækjanda af rekstri og uppbyggingu.
  • Lóðagjald til sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Nánari upplýsingar gefur Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í síma 480-6600 eða í gegnum netfangið hruni@fludir.is.

Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn í samræmi við ofangreint til Hrunamannahrepps á netfangið hruni@fludir.is eigi síðar en fyrir lok dags þann 13. nóvember 2023.

Sveitarstjóri