Fara í efni

Byggðaþróunarfulltrúi ráðinn til Uppsveitanna

Sveitarstjórn hefur samþykkt að samþykkir að framlengja ráðningartíma ferðamálafulltrúa, Ásborgar Arnþórsdóttur,  til 31. desember m.v. 80% starfshlutfall.

Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að taka þátt í verkefni sem varðar nýja stöðu byggðaþróunarfulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu í gegnum samstarfssamning við SASS, sem byggir á samningi SASS við Byggðastofnun. Framlag SASS næmi um 7.500.000 kr miðað við heilt almanaksár. Sveitarstjórn hefur samþykkt fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir starfsmanni í 100% starf, og undir það heyri, auk skilgreindra verkefna byggðaþróunarfulltrúa, ferða- og kynningarmál, eftirfylgni með atvinnustefnu, auk mála sem tengjast fjölmenningu. Bláskógabyggð verði leiðandi sveitarfélag og gerður verði samningur milli sveitarfélaganna um verkefnið.

Um er að ræða sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Kostnaður sveitarfélaganna, umfram framlög SASS, skiptist í jöfnum hlutföllum á milli sveitarfélaganna fjögurra. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar og formaður oddvitanefndar munu sjá um ráðningarferlið. Áætlaður kostnaður sveitarfélaganna á árinu 2023 er á bilinu 1.800.000 til 2.300.000 og ræðst m.a. af því hvenær nýr starfsmaður gæti hafið störf. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna hlutdeildar Hrunamannahrepps í þeim kostnaði.

Sveitarstjóri