Lóðaeigendur þurfa að huga að trjám og runnum á lóðamörkum
Hrunamannahreppur vekur athygli á nauðsyn þess að huga að aðgengi tækja sem sinna snjóruðningi og hálkuvörn svo hægt sé að veita sem besta þjónustu.
Gróður sem vex út fyrir lóðamörk, ökutæki og ýmsir lausamunir sem ná út á götur, gangstéttar og stíga getur dregið úr öryggi vegfarenda og valdið töfum á snjóruðningi og jafnvel komið í veg fyrir að hægt sé að hreinsa snjó og hálkuverja.
Minnt er á að skv. Byggingarreglugerð er garðeigendum skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka:
„Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“
Sjá nánar í Byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig haga ber klippingum á trjám og runnum á lóðamörkum.
Hvetjum íbúa einnig til að hreinsa snjó frá söfnunarílátum svo sorphirðuaðilar geti með góðu móti losað ílátin eins og samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hrunamannahreppi kveður á um:
„Gott aðgengi skal vera að ílátunum og skal húsráðandi moka snjó frá þeim ef þörf krefur vegna söfnunar. Auðvelt skal vera að keyra ílátin að söfnunartæki.“
Sjá nánar í Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hrunamannahreppi.
Gunnþór Kr. Guðfinnsson