Fara í efni

Flúðir um Versló 2024 - bílastæði og dagskrá

Það verður fjör á Flúðum um Verslunarmannahelgina 2024. 
Fjölbreytt dagskrá og veðurspáin er góð þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Flúðum næstu daga. 
 
Hér má finna allar upplýsingar og tímasetningar einstakra dagskrárliða:   Dagskrá Flúða um Versló 2024
 
Gestir eru minntir á að mæta snemma, sérstaklega á laugardaginn, og finna sér bílastæði tímanlega til að forðast umferðarþvögu. 
Minnt er á  það eru bílastæði við íþróttahúsið sem og á túni þar nærliggjandi, við sundlaugina, félagsheimilið og leikskólann  svo fátt eitt sé talið. 
 
DAGSKRÁ FÖSTUDAGS Á FLÚÐIR UM VERSLÓ

Við byrjum helgina með látum.
Pétur Jóhann, fyndnasti maður Íslands síðustu áratugi, verður almennt uppistand í Félagsheimilinu kl. 21.
Síðar um kvöldið á sama stað verður dansleikur með ferskustu ballhljómsveit Suðurlands, Koppafeiti kl. 23-02.
Helgin mun byrja vel á Flúðum um versló.

DAGSKRÁ LAUGARDAGS Á FLÚÐIR UM VERSLÓ

 Þennan dag verður svo sannarlega eitthvað fyrir öll sem mæta. 
Barna- og fjölskylduhátið þar sem Sylvia og Árni Beinteinn syngja Bestu lög barnanna, Ingó töframaður töfrar alls konar skemmtilegt og BMX brós verða með frábæra sýningu. Svo verður hin einstaka Traktoratorfæra og ekki síður sérstaka Sláttutraktorarally. Við endum daginn svo með dansiballi á heimsmælikvarða þar sem Stuðlabandið leikur fyrir stuði og söng.

DAGSKRÁ SUNNUDAGS Á FLÚÐIR UM VERSLÓ
Við munum enda verslunarmannahelgina þetta árið með stæl.
Yfir daginn verður Leikhópurinn Lotta við Félagsheimilið, Furðubátakeppni við Litlu-Laxá og Brekkusöngur barnanna.
Um kvöldið mun Gunni Óla stýra Brekkusöng í Torfdal áður en hann stígur á svið með Skítamóral í Félagsheimilinu um kvöldið.
Stuð og stemmning alla helgina á Flúðir um versló.
 
Einnig er ýmislegt annað á dagskrá þessa daga á Flúðum og má þar til dæmis minna á tónleika Mugisons í Hrunakirkju á föstudagskvöldið kl. 19:00 og fjölbreytta dagskrá á Sæsabar svo fátt eitt sé talið.  
 
Góða skemmtun og verið velkomin á Flúðir.