Húsnæði til leigu á Flúðum
Til leigu er 215 m2 verslunar og þjónustuhúsnæði í miðbæ Flúða, við Skeiða- og Hrunamannaveg (30)
Um er að ræða húsnæði sem hefur verið hannað og notað sem veitingasala. Húsnæðinu fylgir stór og rúmgóður pallur á suðurhlið sem opnast inn í Lystigarðinn á Flúðum. Húsnæðið er hluti af stærri byggingu þar sem í dag eru hótelíbúðir á efri hæð en Heilsugæsla Uppsveita Árnessýslu mun á næsta hefja starfsemi við hlið umrædds rýmis. Húsnæðinu fylgja fjölmörg malbikuð bílastæði. Á lóðinni er verið að setja upp fjórar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Hrunamannahreppur er ört vaxandi sveitarfélag staðsett miðsvæðis í Uppsveitum Árnessýslu.
Á Flúðum búa nú um 500 manns en innan 10 mínútna akstursfjarlægðar eru oft á tíðum staðsettir þúsundir gesta sem þar dvelja um lengri eða skemmri tíma.
Helstu náttúruperlur Suðurlands eru í þægilegri akstursfjarlægð frá Flúðum.
Óskað er eftir tilboðum í leigu umrædds húsnæðis sem skila skal fyrir lok dags 25. júlí 2024 á netfangið hruni@fludir.is.
Í tilboðum skal gera grein fyrir þeim rekstri sem fyrirhugaður er í húsnæðinu og leigufjárhæð.
Sveitarstjórn mun taka afstöðu til tilboða byggða á þeim upplýsingum sem þar eru gefnar og hversu vel reksturinn mun samrýmast hugmyndum um notkun á húsnæðinu.
Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Frekari upplýsingar gefur Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri, aldis@fludir.is eða í síma 480-6600.