Húsnæðisáætlun 2024 samþykkt
Húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps fyrir árið 2024 hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.
Ljóst er að framundan er uppbygging á nýjum svæðum með tilheyrandi íbúafjölgun en íbúafjölgun er þegar mun meiri en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi þar sem vonir stóðu til að íbúar yrðu 900 árið 2032. Í byrjun mars 2024 eru íbúar 935 og enn eru samt 8 ár eftir af því tímabili sem aðalskipulagið tekur til.
Miðað við forsendur í framlagðri húsnæðisáætlun er gert ráð fyrir því að íbúar verði komnir í um 1.000 um 2025/2026. Vert er að geta þess að lóðaframboð er gott, úthlutun við nýja götu, Loðmundartanga, mun eiga sér stað í vikunni. Svo er nú líka rétt að halda því til haga að innviðir Hrunamannahrepps eru sterkir og uppbygging fjölbreyttra atvinnutækifæra í farvatninu.
En áhugasamir eru hvattir til að kynna sér húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps árið 2024 sem finna má á hlekknum hér fyrir neðan.
Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri.