Fara í efni

Jóna Björg ráðin leikskólastjóri Undralands á Flúðum

Jóna Björg Jónsdóttir, nýráðinn skólastjóri Leikskólans Undralands.
Jóna Björg Jónsdóttir, nýráðinn skólastjóri Leikskólans Undralands.

Á fundi sveitarstjórnar þann 16. maí 2024 var liðurinn ráðning leikskólastjóra við Leikskólann Undraland tekinn til afgreiðslu og undir honum lagt fram minnisblað sveitarstjóra og formanns skólanefndar varðandi ráðningu skólastjóra við Leikskólann Undraland.

Afgreiðsla sveitarstjórnar var svohljóðandi:
"Sveitarstjórn hefur kynnt sér ítarlega þær umsóknir sem bárust um stöðuna og fyrirliggjandi gögn. Að þeirri yfirferð lokinni og að fenginni umsögn formanns skólanefndar og sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Jóna Björg Jónsdóttir verði ráðin í stöðu leikskólastjóra Leikskólans Undralands."

Jóna Björg er með B.Ed í leikskólakennarafræðum og hefur leyfisbréf sem kennari á öllum skólastigum. Hún er með diplómu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun skólastofnana og M.Ed í uppeldis og kennslufræðum með áherslu á stjórnun skólastofnana þar sem lokaverkefni hennar var rannsókn á stjórnunarhlutverkum deildarstjóra í leikskólum. Jóna Björg hefur gegnt stjórnunarstöðum í leikskólum frá árinu 2005 og verið leikskólastjóri í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi auk þess sem hún hefur verið skólastjóri Kerhólsskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli frá árinu 2016. Starfsferill Jónu í  leikskólum spannar um 20 ár og hefur hún á þeim tíma sinnt fjölbreyttum störfum innan leikskóla.  

Við bjóðum Jónu Björgu velkomna í hóp starfsmanna Hrunamannahrepps.

Aldís Hafsteinsdóttir
sveitarstjóri.