Fara í efni

Lægsti orkukostnaður heimila á Flúðum

Hrunamannahreppur fagnar því að samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar sé heildarorkukostnaður heimila á Flúðum sá lægsti á landinu. Skýrslan sýnir að gjaldskrá Hitaveitu Flúða er ein sú allra lægsta á Íslandi, aðeins um þriðjungur af kostnaði hjá þeim veitum þar sem kostnaður er hæstur.

Sveitarstjórn, í samvinnu við fastanefndir, hefur í vinnu sinni lagt áherslu á að halda álögum á íbúa í lágmarki. Þrátt fyrir að Hitaveita Flúða sé ekki stór í samanburði við margar aðrar veitur, stenst hún þó allan samanburð hvað varðar nútímalega tækni, öryggi og þjónustu.

Þakka ber því góða og trausta starfsfólki sem vinnur hjá Hitaveitunni fyrir þeirra óeigingjarna starf, sem tryggir bæði góða þjónustu og hagkvæman rekstur eins og raunin er.

Skýrsla Byggðastofnunar: Samanburður á orkukostnaði heimilanna árið 2024

 

Frétt Byggðastofnunar má sjá hér