Lokanir og viðbrögð vegna veðurspár
Rauð viðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofunni fyrir Suðurland. Eftirfarandi er spá dagsins:
"Spáð er sunnan og suðvestan 23-30 m/s og hviður yfir 35 m/s, en heldur hægari um tíma um kvöldið. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón og raskanir á samgöngum líklegar og ekkert ferðaveður. Útlit fyrir vatnavexti."
Fyrirtækjaeigendur, íbúar og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að huga að lausamunum á lóðum og gæta að niðurföllum.
Í ljósi slæmrar veðurspár mun öll kennsla í Flúðaskóla falla niður eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 5. febrúar. Skólabílar munu aka börnum heim kl. 12.
Skólavistun fellur einnig niður í dag.
Leikskólinn Undraland verður ekki lokaður en leikskólastjóri bendir foreldrum á slæma veðurspá og að skynsamlegt gæti verið að sækja börnin fyrr í dag og þá sérstaklega þau sem eiga lengri leið heim
Móttökustöðin Flatholti verður lokuð í dag vegna veðurs.
Sundlaugin Flúðum og Íþróttahús og tækjasalur loka í dag frá kl. 12:00. Engin morgunopnun verður helcdur í sundlauginni á morgun vegna veðurs.
Bókasafnið á Flúðum verður einnig lokað í dag vegna veðurs.
Þar sem veðurspá fyrir morgundaginn er líka slæm, eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólunum og allir íbúar eru hvattir til að fylgjast með öðrum tilkynningum frá sveitarfélaginu sem og veðurspám.
Sveitarstjóri