Pésinn er kominn út
Pésinn, hið skemmtilega fréttablað sveitarfélagsins er kominn út. Hefur Pésinn þegar verið borinn til allra heimila í sveitarfélaginu. Auk þess hefur hann nú þegar verið birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Í blaðinu er fjöldi greina og tilkynninga sem gaman og gagnlegt er að lesa og viljum við hvetja alla til að renna í gegnum blaðið og kynna sé efnið sem þar er að finna. Pésinn hefur komið út margsinnis á hverju ári í 34 ár svo segja má að langlífi þessa blaðs sé með nokkrum ólíkindum. En jafnframt gefur langlífið til kynna að íbúar kunna vel að meta þennan sameiginlega fréttamiðil okkar og vita að þarna er góður vettvangur til að auglýsa vörur og þjónustu og til að kynna sér það sem efst er á baugi í Hrunamannahreppi hverju sinni.
Pésinn er birtur á heimasíðu sveitarfélagsins um leið og hann er borinn í hús og hér má lesa júní blað Pésans. Næsti Pési kemur út í byrjun ágúst eða fyrir Verslunarmannahelgi og eru þjónustuaðilar og aðrir sem vilja koma skilaboðum til sveitunga sinna og gesta svæðisins hvattir til að senda efni til birtingar fyrir 29. júlí n.k.
Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri