Fara í efni

Samningur við Björgunarfélagið Eyvind undirritaður

Samstarfssamningur milli Hrunamannahrepps og Björgunarfélagsins Eyvindar var undirritaður í upphafi aðalfundar félagsins sem haldinn var þann 25. apríl s.l..

Með samningnum er  samstarf Hrunamannahrepps og Björgunarfélagsins Eyvindar tryggt með það að markmiði að öflugt almannavarna, félags- og öryggisstarf sé til staðar í sveitarfélaginu.

Er samninginum ætlað að efla enn frekar starfsemi Björgunarfélagsins Eyvindar enda er sveitarstjórn Hrunamannahrepps þeirrar skoðunar að félagið sinni öflugu félags- og forvarnarstarfi ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í öryggismálum íbúa.  Félagar í Eyvindi taka að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir sveitarfélagið og fá í staðinn fjárhagslega umbun sem vonandi styður við rekstur deildarinnar. 

Meðfylgjandi mynd var tein við undirritunina þar sem Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Einar Ágúst Hjörleifsson formaður Bf Eyvindar  skrifa undir samninginn. Stjórnarmeðlimir Eyvindar eru með á myndinni.
 
Sveitarstjóri