AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Skipulagsauglýsing birt 26. september 2024
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. sept. 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Breytingin tekur til skógræktar innan skilgreindra landnotkunarflokka, svo sem landbúnaðarlands, opinna svæða og skógræktar- og landgræðslusvæða. Markmið breytingarinnar er að gera ítarlegri skilmála til að hafa bæði betri yfirsýn og stjórn á skógrækt, sem og skapa betra verkfæri til að takast á við og halda utan um skógræktaráform innan sveitarfélagsins til framtíðar. Auk þess er innan breytingarinnar fjallað um breytingar á skilmálum vegna uppbyggingar á frístundasvæðum.
2. Holtamannaafréttur; Búðarháls; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2405016
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. sept. 2024 að kynna skipulagslýsingu sem varðar skilgreiningu efnistökusvæðis á austanverðum Búðarhálsi, milli Tungnaár og vegarins að Sporðöldustíflu innan aðalskipulags Ásahrepps. Efnistökusvæðið er á gildandi deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar, merkt E8. Stærð námu verði 2,3 ha og heimiluð efnistaka allt að 49.000 m3.
3. Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2404070
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. sept. 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar, sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði VÞ45 og frístundasvæðis F110 á Felli. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 15-20 íbúðum- útleigu og starfsmannahúsum á svæði norðan Biskupstungnabrautar.
4. Efra-Sel golfvöllur: Breyttur byggingarreitur og hótel; Aðalskipulagsbreyting – 2404066
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. sept. 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Efra-Sels í Hrunamannahreppi. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er að fjölga herbergjum hótels/gistiheimilis á reit VÞ5. Aðalskipulagsbreytingin er forsenda fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Efra-Sel. Innan gildandi aðalskipulags Hrunamannahrepps er gert ráð fyrir allt að 80 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Eftir breytingu verður gert ráð fyrir allt að 170 gistirúmum og allt að 5 ha svæði.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
5. Mýrar L166366; 8 smábýli; Deiliskipulag – 2405052
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. sept. 2024 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Mýrar. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í flokki I-II í aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 og hefur ekki áður verið deiliskipulagt. Aðkoma að svæðinu er um Hamarsveg sem er tengivegur og vegtengingum kemur ekki til með að fjölga. Deiliskipulag þetta tiltekur 8 nýjar landspildur (smábýli) ásamt því að tiltaka byggingarreiti innan lóðanna.
6. Hlíð spilda; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2008063
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. sept. 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til skiptingu landsins, skilgreiningu byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Við gildistöku skipulagsins fellur núverandi deiliskipulag svæðisins úr gildi. Tillagan byggir á deiliskipulagi fyrir svæðið sem samþykkt var árið 2000 en tók ekki í gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Afgreiðslu tillögunnar var frestað eftir auglýsingu en er nú tekin fyrir að nýju með uppfærðum gögnum.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is , www.blaskogabyggd.is/, www.floahreppur.is/, www.gogg.is og www.fludir.is
Mál 1 – 4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 26. september 2024 með athugasemdafresti til og með 18. október 2024.
Mál 5 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 26. september 2024 með athugasemdafresti til og með 7. nóvember 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Linkur á auglýsinguna á vefsíðu Umhverfis- og tæknisviðs: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-26-september-2024/
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU