Einn og hálfur á dag kemur heilsunni í lag!
07. febrúar
Í Hrunamannahreppi eru margar skemmtilegar gönguleiðir en þegar myrkið er sem mest þá eru þær minna freistandi en á sumrin.
Á meðfylgjandi mynd má sjá gönguleið um miðbæ Flúða sem er nokkurn veginn 1,5 km. Leiðin er að stóru leiti á upphituðum gangstéttum og liggur eftir góðum upplýstum stígum. Þetta er skemmtileg leið sem hentar öllum og því er full ástæða til að hvetja Hrunamenn til að reima á sig gönguskóna og taka góðan göngutúr um miðbæinn með bætta andlega og líkamlega heilsu að markmiði.