Fara í efni

Ferðamenn hafa aðgang að salerni og annarri þjónustu á Sæsabar í sumar.

Undanfarin misseri hefur verið nokkur umræða í samfélaginu vegna skorts á salernisaðstöðu við ferðamenn.   Ferðamenn höfðu áður aðgang að salernum í Krambúðinni en þeim var lokað fyrir nokkru og skapaði það ófremdarástand á staðnum þar sem þá höfðu ferðamenn ekki lengur aðgang að salernum á Flúðum. 

Nú hefur verið brugðist við þessari stöðu með tímabundnum samningi við eigendur Sæsabars sem sveitarstjórn hefur samþykkt.  Í samningnum er tryggður aðgangur ferðamanna að salerni í sumar sem og uppýsingagöf og önnur þjónusta við ferðamenn á sama tíma.

Opnunartími Sæsabars er á milli kl. 12:00 og 23:00 og geta ferðamenn og aðrir nýtt salerni á staðnum á þeim tíma. Einnig veita eigendur Sæsabars 
gestum sveitarfélagsins upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er í Hrunamannahreppi, gistingu, veitingahús og afþreyingu og  bjóða upp á
aðstöðu þar sem bæklingar og aðrar upplýsingar frá aðilum í Hrunamannahreppi verða aðgengilegar. Sæsabar verður þar með nokkurs konar upplýsingamiðill
fyrir sveitarfélagið auk þess að veita gestum möguleika á að komast á salerni.

Gildir samningur milli aðila frá lokum maí og út ágúst.