Fara í efni

Fjölmenningarhátíð Uppsveitanna

Fjölmenningarhátíð Uppsveitanna verður haldin  í félagsheimilinu í Aratungu, Reykholti, sunnudaginn 3. nóvember 2024, frá kl. 14:00 til 17:00.


Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá með kynningarbásum þar sem gestir geta fræðst um 17 ólík lönd, smakkað hefðbundna rétti og lært um menningararf frá ýmsum heimshornum. Einnig hafa um 20 félög skráð sig til þátttöku og munu þau kynna starfsemi sína. Þess má geta að kór mun syngja nokkur lög, raftónlistarmaður spilar einnig nokkur lög og boðið verður upp á handverksborð fyrir börn fyrir utan aðra afþreyingu fyrir þau. Björgunarsveit mun sýna dróna og önnur tæki úti, slökkviliðsbílar verða til sýnis og íslensk glíma verður sýnd. Þá munum við spila tónlist frá öllum löndunum og ýmislegt annað.


Hverju má búast við:

- Kynningarbásar þar sem fólk deilir menningu sinni og þjóðararfi
- Hægt að fá smá smakk af mat og drykkjum frá ýmsum heimshornum
- Hægt að kynna sér hvaða afþreying er í boði í Uppsveitunum
- Hittumst og njótum saman í skemmtilegu og fræðandi andrúmslofti


Hvort sem þú hefur áhuga á að læra um nýja menningu, kynna þér afþreytingu í boði eða einfaldlega að njóta góðs félagsskapar þá er þetta viðburður sem þú vilt ekki missa af!


Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna fjölbreytileikanum með ykkur!


Facebook síða viðburðarins