Fara í efni

Flúðaskóli auglýsir lausar stöður skólaárið 2024-2025

Aðstoðarskólastjóri 100% staða

Leitað er að framsæknum einstaklingi sem hefur færni til að leiða starfsemi skólans í
stjórnendateymi. Aðstoðarskólastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í að móta góðan skólabrag og
samstarfsvettvang skóla og samfélags. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi,
skólaþróun og skólastjórnun. Aðstoðarskólastjóri tekur þátt í mótun framtíðarstefnu skólans í
samræmi við aðalnámskrá og skólastefnu Hrunamannahrepps.
Menntunar- og hæfiskröfur:
• Leyfi til þess að nota starfsheitið kennari – viðbótarmenntun er kostur.
• Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga.
• Skipulagshæfni, stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði.
• Faglegur metnaður.
• Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu.
• Góð íslenskukunnátta.
Starfslýsingu aðstoðarskólastjóra má finna á heimasíðu Flúðaskóla

adstodarskolastjori-2024-styttra.pdf

100% staða á mið- og unglingastigi. Aðalkennslugrein náttúrufræði
100% staða (afleysing í 1 ár) Umsjónarkennari á miðstigi
Við leitum að einstaklingum með kennsluréttindi í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, góðir í
mannlegum samskiptum, eru sveigjanlegir og sjálfstæðir í vinnubrögðum og tilbúinn að leita nýrra
leiða í skólastarfi.
Í Flúðaskóla verða tæplega 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og
metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa
námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér,
öðrum og umhverfi sínu.
Við leitum að einstaklingum með kennsluréttindi í grunnskóla sem er metnaðarfullir, góðir í
mannlegum samskiptum, eru sveigjanlegur og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Gerð er krafa um leyfisbréf á grunnskólastigi.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Störfin henta einstaklingum óháð kyni
Umsóknarfrestur er til 4. júní 2024.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir, skólastjóri, í síma 4806612.
Umsókn ásamt ferilskrá skal send á netfangið johannalilja@fludaskoli.is