Fundargerðir sveitarstjórnar og fundirnir
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps fundar tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Fundirnir sem eru öllum opnir eru haldnir í Ráðhúsinu á Flúðum og hefjast þeir kl. 14:00. Fundirnir eru alltaf auglýstir á heimasíðunni og breytingar á fundartíma sem stundum eru nauðsynlegar eru þá líka auglýstar þar.
Að loknum fundi er fundargerð sveitarstjórnar birt á heimasíðu sveitarfélagsins og þar geta þá allir lesið um afgreiðslur mála og fylgst með því sem efst er á baugi hverju sinni. Hér má nálgast fundargerðir mörg ár aftur í tímann.
Fyrir þá sem eru mjög áhugasamir þá er líka skemmtilegt að kynna sér ýmislegt fleira skemmtilegt og fróðlegt sem er á heimasíðunni. Til dæmis allar þær reglur og samþykktir sem í gildi eru og finna má hér.