Íbúafundur miðvikudaginn 25. október
20. október
Sveitarstjórnarmenn Hrunamannahrepps boða til íbúafundar miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20:00 í Félagsheimili Hrunamanna.
Dagskrá:
- Oddviti fer yfir málefni líðandi stundar og helstu verkefni framundan.
- Sveitarstjóri fer yfir fjárhagsleg málefni og helstu framkvæmdir ársins.
- Kallað eftir hugmyndum íbúa að verkefnum og framkvæmdum vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2024 og næstu þriggja ára.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og eiga gott og líflegt samtal við sveitarstjórnarmenn.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps