Fara í efni

Íbúar hvattir til að hreinsa snjó frá sorpílátum

Þessar tunnur verða ekki tæmdar í næstu viku.  


Myndin er fengin að láni frá www.trolli.is
Þessar tunnur verða ekki tæmdar í næstu viku.


Myndin er fengin að láni frá www.trolli.is

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að töluverður snjór er nú yfir öllu. Því er afar mikilvægt að fólk hreinsi vel frá sorptunnum heimila og fyrirtækja, bæði í dreifbýli og þéttbýli og létti þannig eins og kostur er störf sorphirðufólks.

Samkvæmt sorphirðudagatali verða sorphirðuaðilar á ferðinni mánudag til miðvikudags í næstu viku, 12. - 15. febrúar.

Sorphirðudagatal | Hrunamannahreppur (fludir.is)

Gunnþór K. Guðfinnsson