Fara í efni

Íslandsmót unglinga í golfi haldið á Flúðum

Golfklúbburinn Flúðir hefur tekið að sér að halda íslandsmót unglinga 14 ára og yngri og
fer mótið fram á Selsvelli dagana 21. – 23. júní n.k..

Mótið er umfangsmikið og hafa 14 sveitir pilta og 5 sveitir stúlkna tilkynnt þátttöku og er hver sveit skipuð allt að 6 einstaklingum þannig að yfir 100 ungmenni taka þátt í mótinu í ár. Auk keppenda, liðsstjóra og þjálfara fylgir auðvitað fjöldi foreldra þannig að mótið mun setja umtalsvert mark á mannlíf og þjónustu á svæðinu þessa vikuna.

Þess má geta að golfklúbburinn mun leitast við að nýta viðburðinn til þess að kynna íþróttina ungmennum á svæðinu enda eru hér á ferðinni flestir af efnilegustu kylfingum landsins sem gaman er að fylgjast með á vellinum.

Íbúar sem og aðrir gestir svæðisins eru hvattir til að fylgjast með mótinu og þeim viðburðum sem því tengist.