Íþróttamaður ársins er Anna Katrín Víðisdóttir
Anna Katrín Viðisdóttir var valin íþróttamaður Hrunamannahrepps árið 2022 en viðurkenningin var afhent á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins eins og venja hefur verið.
Í rökstuðningi með valinu segir:
Anna Katrín, sem er körfuknattleikskona, lék með sameiginlegu liði Hrunamanna og Selfoss i 10.flokki kvenna og var hún algjör lykilleikmaður í liðinu.
Anna var valin i lokahóp U16 ára liðs kvenna sem tók þátt í bæði Norðurlandamóti i Finnlandi og Evrópukeppni i Svartfjallalandi. Anna Katrín var fyrirliði liðsins og skilaði því hlutverki vel. Hún er mjög jákvæður leiðtogi á vellinum og drífur liðsfélaga sína áfram med góðu hugarfari. Helstu styrkleikar Önnu inni á vellinum eru
fjölbreyttur sóknarleikur og einnig hversu fylgin hún er i öllum sínum aðgerdum. Anna Katrín er einnig mjög jákvæð fyrirmynd yngri leikmanna og hefur verið körfuknattleiksdeildinni hér í Hrunamannahreppi afar hjálpsöm sem sjálfboðaliði. Hún hefur tekið að sér fjölmörg störf meira að segja eftir að hún skipti um félag en frá haustinu 2022 hefur hún leikið með sameiginlegu liði Hamars/Þórs i 1. deild kvenna.
Við óskum Önnu Katrínu innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður ársins 2022.