Janúar Pésinn kominn í hús og á heimasíðuna
Janúar Pésinn var borinn í öll hús í Hrunamannarhreppi í lok síðustu viku. Voru það vaskir nemendur 9. bekkjar Flúðaskóla sem tóku verkið að sér og stóðu sig vel. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir en dreifing Pésans var í uppnámi áður en nemendurnir björguðu Pésanum eftir að Pósturinn ákvað að hætta dreifingu fjölpósts á landinu.
En Pésinn sem hefur nú sitt 34. útgáfuár er öllum aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins og hér má lesa nýjasta blaðið.
Eldri tölublöð Pésans árið 2023 eru einnig aðgengileg á netinu og þau má lesa hér.
Allir þeir sem vilja koma skilaboðum á framfæri við íbúa eða auglýsa sína starfsemi og/eða viðburði eru hvattir til að nýta sér þennan skemmtilega miðil og hafa samband á netfangið hruni@fludir.is
Gjaldi fyrir auglýsingar er verulega stillti í hóf en gjaldskrána má finna hér.
Að lokum er svo rétt að minna á að skilafrestur á efni fyrir næsta Pésa er til 8. febrúar á netfangið hruni@fludir.is eða svanhildur@fludir.is
Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri.