Jólaball Kvenfélags Hrunamannahrepps 2024
27. desember
Að mæta á jólaball með vinum og nágrönnum er góð skemmtun sem tíðkast hefur á Íslandi í nærri 150 ár. Fyrsta jólatrésskemmtun sem vitað er um að hafi verið haldin á Íslandi fór fram þann 28. desember 1876 en það var Thorvaldsensfélagið í Reykjavík sem stóð fyrir henni.
Jólaball Kvenfélags Hrunamannahrepps 2024 verður haldið í félagsheimilinu laugardaginn 28. desemer kl. 15:00 - 17:00.
* Sr. Óskar kemur til okkar
* Jólasveinr líta við
* Kaffiveitingar
Velkomið að hafa með eitthvað smáræði á kaffiborðið en það er þó engin skylda.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
PS. Endilega látið íbúa af erlendu bergi brotna vita svo allir séu upplýstir um jólaballið.