Jólakveðja frá Hrunamannahreppi
27. desember
Í Hrunamannahreppi eru mörg góð skautasvell þegar þannig viðrar. Á myndinni hér til hliðar sem Martin Frolich tók á ísilögðu vatninu á toppi Miðfells má sjá hana Lucku hvíla sig á skautaiðkuninni.
Við sendum íbúum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári.
Þökkum innilega gott samstarf og skemmtilegar samverustundir á árinu sem nú er að líða.
Sveitarstjóri, starfsfólk og sveitarstjórn Hrunamannahrepps