Körfuboltinn í fullum gangi á Flúðum
01. desember
Nýverið fengu leikmenn og þjálfarar meistaraflokks karla í körfu hjá Hrunamönnum boð í kvöldverð frá Farmers Bistro og einnig boð í kynnisferð um sveppa verksmiðjuna. Var hópurinn afar ánægður með boðið enda mikilvægt að leikmenn finni að þeir séu mikilvægur hluti af samfélaginu en í hópnum eru núna nokkrir erlendir leikmenn auk þess sem þjálfarinn í vetur, Fernando, er frá Tenerife.
Jón Bjarnason oddviti Hrunamannahrepps mætti á staðinn og fór yfir mikilvægi íþróttastarfs fyrir samfélagið auk þess sem hann hvatti liðið fyrir leikinn sem framundan var þetta sama kvöld.
Það er algjörlega ómetanlegt að sjá svona stuðning í samfélaginu okkar og greinilegt að þessi heimsókn var liðinu hvatning til frekari afreka.
ÁFRAM HRUNAMENN!!!
Minnt er á næsta heimaleik liðsins sem er í kvöld þann 1. desember á móti Snæfelli. Hefst leikurinn kl. 19:15 í íþróttahúsinu á Flúðum