Fara í efni

Landart og graffiti á Flúðum

Ungmennin skreyttu vegg íþróttahússins með skemmtilegum og frumlegum hætti.
Ungmennin skreyttu vegg íþróttahússins með skemmtilegum og frumlegum hætti.

Námskeiði í Landart og Graffiti sem haldið var hér á Flúðum fyrir börn sem kláruðu 4.-7.bekk i vor lauk í gær. 

Afrakstur námskeiðsins er augljós öllum sem fara um Flúðahverfið en krakkarnir skreyttu einn vegg íþróttahússins með litríkum og skemmtilegum hætti og einnig veggi við sundlaugina.

Námskeiðið var þannig uppbyggt að fyrst var unnin hugmyndavinna og farið yfir hvernig börnin vildu útfæra sitt listaverk. Áhersla var lögð á skapandi vinnu og frjálsa myndlist.

Það er óhætt að segja að starf ungmennanna var einstaklega skemmtilegt og með ólíkindum að sjá hversu falleg og frumleg verk þeirra voru.  Það er erfitt að ímynda sér að þarna væru á ferð börn undir fermingaraldri.  Það er ljóst að hér í Hrunamannahreppi leynast listamenn sem eiga eftir að gera það gott í framtíðinni. 

Leiðbeinandi var Ari Svavarsson, hönnuður og myndlistamaður en hann hefur um 40 ára reynslu af grafískri hönnun og vöruhönnun, myndlist og skapandi smíðum í silfur, tré og járn.