Fara í efni

Leikskólakennarar og deildarstjóri óskast við Leikskólann Undraland, Flúðum

Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennurum til starfa frá og með ágúst. Undraland er þriggja deilda leikskóli á Flúðum og við skólann stunda tæplega 50 börn nám. Sömuleiðis óskum við eftir deildarstjóra til starfa.

Útinám og útivera er okkar kjölfesta. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til upplifana og rannsókna.

Leikskólinn býr að góðum stuðningi við starfið bæði frá foreldrum sem stjórnsýslu.

Við erum að hefja mikið uppbyggingarstarf þar sem breytt skóladagatal og skólaþróun mun skapa spennandi forsendur fyrir enn kröftugra starfi. Ný skólastefna Hrunamannahrepps verður okkar leiðarljós en þar verður margt spennandi verkefna.

Menntun:

Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða annari tilskilinni menntun. Ef ekki berast umsóknir frá kennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinendur í stöðuna.

Hæfni:

Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að:

Njóta þess að upplifa með börnum, skapa og njóta. 

Búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu. Mikilvægur þáttur í starfi leikskólans er jákvæðni og umburðarlyndi.

Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við námskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans.

Launakjör:

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Félags leikskólakennara. Starfslýsingar deildarstjóra og leikskólakennara má finna á vef KÍ.

Við hvetjum fólk af hvaða kyni sem er, til að sækja um hjá okkur.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu skólans og en einnig er hægt að senda umsókn með ferilskrá og upplýsingar um styrkleika umsækjanda á netfangið ingveldur@undraland.is. Umsóknarfrestur er til 12. júní 2023 Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 7686600 eða í tölvupósti ingveldur@undraland.is

Við hlökkum til þess að heyra frá áhugasömum barnagælum!

Smelltu hér til að nálgast auglýsinguna á Pdf formi