Leikskólastjóri óskast við Leikskólann Undraland á Flúðum.
Leikskólastjóri óskast við Leikskólann Undraland á Flúðum.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur reynslu og þekkingu á leikskólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á leikskólastarfi, skólaþróun, stjórnun og forystu. Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita skólanum faglega forystu og móta stefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá leikskóla.
- Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi leikskólans.
- Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
- Bera ábyrgð á og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla skilyrði.
- Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar leikskólastarfs æskileg.
- Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi ásamt kynningarbréfi með framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl og skal senda umsóknir á netfangið hruni@fludir.is
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ og FSL
Nánari upplýsingar um starfið veitir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri, í síma: 480-6600 eða aldis@fludir.is.
*************************************************************************************************************************
Í leikskólanum Undralandi eru að jafnaði við nám 45-50 nemendur á þremur deildum.
Í Hrunamannahreppi búa um 950 íbúar og þar af býr um helmingur í þéttbýlinu á Flúðum. Öflug atvinnustarfssemi er í sveitarfélaginu og blómlegt mannlíf. Grunnskóli, sundlaug, bókasafn og önnur stoðþjónusta er til staðar í þéttbýlinu á Flúðum. Stutt er í helstu ferðamannastaði og náttúruperlur á Suðurlandi.